Matarmót Matarauðs Austurlands

Klukkan 12:00 - 21:00

17.10.2022

Matarmót Matarauðs Austurlands er nú haldið annað sinn, næstkomandi föstudag, 21. Október kl. 15:00 í Valaskjálf á Egilsstöðum. 

Við hvetjum ykkur til að mæta sem flest enda er Matarmótið mikilvægur vettvangur fyrir framleiðendur jafnt sem kaupendur og aðra hagaðila til að kynna sér fjölbreyttar vörur úr landshlutanum og auka tengslanet sitt. Okkur þætti einnig vænt um að þið mynduð setja frétt um Matarmótið inn á vefsíður ykkar sveitarfélaga (og samfélagsmiðla eftir þvi sem við á) og hvetjið þau sem starfa við matvælaframleiðslu og meðhöndlun matvæla í ykkar sveitarfélagi til að gera sér ferð og skoða allt það áhugaverða sem er að gerast í austfirskri matvælaframleiðslu.

Við vekjum einnig athygli ykkar á því að áður en sjálft Matarmótið hefst fara fram mjög áhugaverðar málstofur tengdar austfirskri og íslenskri matvælaframleiðslu í víðum skilningi. Framsögufólk kemur úr ýmsum áttum: 

Málstofur – fyrri hluti. 12:00–13:00

Gæði lands og sjávar: Erum við að leita langt yfir skammt?

– Getur nýsköpun stutt við uppbyggingu hringrásarhagkerfis á Austurlandi og minnkað sóun?

Sveinn Margeirsson, Brim.

Sjálfbær nýting í Vatnajökulsþjóðgarði

– Matur úr náttúru Austurlands  – tengsl við markmið og hlutverk þjóðgarðs

Ingibjörg Halldórsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði.

Stolinn rabarbari bragðast best!

– En ekki hvað?

Ólafur Örn Ólafsson, Veitingamaður á Brút

Málstofur – Seinni hluti 13:15–14:15

Matvælastefna Íslands

–  Öflugar byggðir    

Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri á matvælasviði í matvælaráðuneytinu

Matarfrumkvöðlar og smáframleiðsla matvæla

– Vörusmiðja BioPol kynnir sína starfsemi og þann stuðning sem hefur verið í boði fyrir smáframleiðendur í matvælaframleiðslu.

Þórhildur María Jónsdóttir, verkefnastjóri Vörusmiðju Biopol á Skagaströnd 

Aðalfundur Austfirskra krása verður haldinn kl. 18:00 í Valskjálf og í kjölfarið verður kvöldverður að hætti kokkanna á Glóð Restaurant með austfirsku „tvisti“ fyrir þau sem vilja efla sitt tengslanet eftir góðan dag 😊

Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu er að finna hér.