Myndlistarnámskeið og Kammerkór Norðurlands

23.02.2023

Margt er um að vera í menningarstarfi Fjarðabyggðar í mars. 

Þann 7. mars næstkomandi mun Menningarstofa Fjarðabyggðar mu halda kvöldnámskeið í myndlist í mars. Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað.

Á námskeiðinu verður farið í gegnum litafræði, formfræði og myndbygginu. Kennt verður um áhrif lita, vægi forma og hlutfalla á fleti/rými, kynnst verður sjónrænum áhrifum þessa þátta og aðferðum við að nota þessa þekkingu meðvitað í útfærslum í átt að tilbúnu myndverki.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið

Þann 19. mars þá mun Kammerkór Norðurlands halda tónleika í Tónlistarmiðrtöðinni á austurlandi. Efnisskrá kórsins að þessu sinni er bandarísk kórtónlist og kennir þar ýmissa grasa. Flutt verða nokkur af glæsilegustu nýrri kórverkum höfuðtónskálda Bandaríkjanna. Einnig eru á efnisskránni þjóðlög, trúarleg lög og þekkt popplög í nýjum og afar metnaðarfullum útsetningum. Meðal lagahöfunda má nefna Paul Simon, Eric Whitacre, Jake Runestad, Billy Joel, Ola Gjeilo, Réne Clausen og Morten Lauridsen. 

Hér má nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn