Norðurskaustráðið í Þórsmörk

02.10.2021 - 24.10.2021

30.09.2021
Listasýningin Norðurskaustráðið er ný sería af klippimyndum eftir bandaríska listamanninn Marc Alexander sem sýnd verður í Þórsmörk í Neskaupstað 2. - 24. október.  Sýninggin opnar 2. október og verðu opinn alla laugardaga í október.

Spurningin er hver er það sem græðir á því þegar heimskautið bráðnar? Svarið liggur ekki í augum uppi þar sem það er einstaklega snúið mál. Í þessu öllu fellst þversögn. Heimskautið bráðnar á sama tíma og öll umsvifin í kringum það aukast líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekkur og stækkar og stækkar, fer hraðar og hraðar og ryður frá öllu sem stendur í vegi hans. Stofnanir og fyrirtæki eru í fullum fasa að undirbúa sig til að grípa þau tækifæri sem felst í hlýnun og breyttu landslagi en huga ekki nægilega að hættunni sem þetta ný tækifæri felur í sér. Í miðjunni stendur Norðurskautsráðið.