Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk

31.05.2023
Páll Ivan frá Eiðum opnar myndlistarsýningu í Gallerí Þórsmörk laugardaginn 10. júní.
Gallerí Þórsmörk er nýtt myndlistar- og sýningarrými á Austurlandi sem er staðsett í Neskaupstað í hinu sögufræga húsi Þórsmörk sem er líka aðsetur Menningarstofu Fjarðabyggðar. Húsið er nú í eigu SÚN sem styður dyggilega við endurnýjun á aðstöðunni en hið nýja gallerí er starfrækt af Menningarstofu.
Sýningin er opin um helgar eftir 10. júní, frá kl. 14 til 17 eða eftir samkomulagi.
Páll Ivan fékk gervigreindina til að hjálpa sér til að lýsa því sem í vændum er og ljóst er að þetta verður virkilega skemmtileg og gjörsamlega frábær sýning. Um sölusýningu er að ræða en Páll Ivan er nýbyrjaður að sýna málverkin sín í raunheimum og hefur haldið tvær einkamálverkasýningar á kaffihúsum. Sýningin í Þórsmörk verður fyrsta hans gallerísýningin.