Tónlistarmiðstöð Austurlands - Finnum taktinn! Spunanámskeið

11.11.2018

Klukkan 13:00 - 17:00

31.10.2018

Benni Hemm Hemm og Jón Hilmar leiða krakka inn í tónlistariðkunn á eigin forsendum í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Um er að ræða tvö 4 tíma námskeið, 11. nóvember og 18. nóvember.

Sunnudaginn 11. nóvember: (13 - 25 ára)

Benni Hemm Hemm fer yfir grunnþætti í sköpunarferlinu; hugmyndavinnu, framkvæmda hugmynda og að setja sér markmið. Unnið verður með orð, ljóð og textagerð en einnig leikið á hljóðfæri

Sunnudaginn 18. nóvember: (10 - 13 ára)

Jón Hilmar leiðir hópinn í tali og tónum gegnum spuna, sóló og framkomu á sviði. 

Ekkert þátttökugjald!