Vorgáski Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði

30.03.2019

Klukkan 20:00

18.02.2019

Fjörug dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í tilefni af hækkandi sól.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands býður upp á fjöruga tónleika í tilefni af hækkandi sól. Tækifæri til að upplifa þekkt og skemmtileg meistaraverk í lifandi flutningi. Á efnisskránni má finna kafla úr Vor eftir Vivaldi, forleikinn að Rakaranum af Sevillu eftir Rossini, 40. sinfóníu eftir Mozart og verk eftir Gounod þekkt sem þemað úr "Alfred Hitchcock presents". Skemmtilegir gestalistamenn stíga á stokk. Saman flytja þau Barcarole eftir Offenbach, en einnig kítla þau hláturtaugarnar í Kattadúettnum fræga eftir Rossini og We are Women úr Candide eftir Bernstein.

Einsöngvarar verða Erla Dóra Vogler og Hlín Behrens. Einleikari á fiðlu Kristófer Gauti. Konsertmeistari Zsuzsanna Bitay. Zigmas Genutis verður stjórnandi

Aðgangseyrir: 3.000 kr. og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og börn undir 16 ára. Forsala 29. mars og 30. mars kl. 11:00 - 18:00 í síma 896-6971 (Karna)