Neistaflug

Alltaf um verslunarmannahelgi í Neskaupstað

Fjölskylduhátíðin Neistaflug 
Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum þessa frábæru fjölskylduhátíð sem fer nú fram 24. árið í röð.

Tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti á milli hverfa verður meðal annars á döfinni þá fjóra daga sem hátíðin stendur, 28. til 31.júlí. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu föstudag, laugardag og sunnudag. Bara fjör sem getur ekki klikkað!

Barðsneshlaupið fer svo fram laugardaginn 30.júlí en þetta er í 20. sinn sem hlaupið fer fram.

Sérstaklega fyrir Neistaflugsbörn: 
Leikhópurinn Lotta, Leikfélag Norðfjarðar, kassabílarallý, hoppukastalar, sundlaugargleði og dorgveiðikeppni.

Sérstaklega fyrir Neistaflunglinga
Ball 14+ með París Austursins, fjöruvarðeldur með sykurpúðum, kakói og Pollapönk, sundlaugardiskó, útibíó þar sem hin klassíska söngmynd Grease verður varpað á Nesskóla.

Sérstaklega fyrir Neistaflugsmenn og -konur
90's rokktónleikar í Egilsbúð með Eyþóri Inga og Magna, Tónatitringur, diskó með Ásgeiri Pál, Skítamórall og Buffið ásamt Ernu Hrönn.