Sjómannadagurinn í Neskaupstað 2018

31.05.2018 Sjómannadagurinn í Neskaupstað 2018 31.05.2018 - 03.06.2018

Að vanda verður glæsileg dagskrá um sjómannadagshelgina 31. maí - 3. júní í Neskaupstað. Það verður ýmislgt í boði þessa daga; dansleikir, dorgveiðikeppni, grillveisla og hoppukastalar auk fastara liða eins og kappróðurs, hátíðarmessu, dagskrár í Stefánslaug á sunnudegi og hin ómissandi hópsigling Norðfirska flotans.

Lesa meira

Götuþríþraut

02.06.2018 Götuþríþraut 02.06.2018

Hin árlega götuþríþraut fer fram á Eskifirði laugardaginn 2. júní. Keppnin er bæði fyrir börn og fullorðna og er ekki síður fyrir fjölskyldur en einstaklinga :

Lesa meira

Eistnaflug 2018

11.07.2018 Eistnaflug 2018 11.07.2018 - 14.07.2018

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005.

Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Síðan 2005 hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er orðinn að fjögurra daga tónlistarhátíð, þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd deila saman sviði.

Lesa meira

Ferðafélag Fjarðamanna: Staðarfjall

18.08.2018 Ferðafélag Fjarðamanna: Staðarfjall 18.08.2018

18. ágúst, kl. 8 frá húsi Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum og kl. 9:30 frá Fjarðarborg. Fararstjóri: Hafþór Snjólfur Helgason.
Lágmark 10 manns og aðeins farið í björtu veðri. Sameiginleg ferð með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Verð: 6.000/5.000.  Innifalið: Fararstjórn. Skráning fyrir 15. ágúst með tölvupósti á ferdaf@ferdaf.is eða í síma 863 5813.

Lesa meira