17. júní í Fjarðabyggð

Glæsileg hátíðardagskrá á Fáskrúðsfirði

17. júní verður fagnað á Fáskrúðsfirði með glæsilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 13:00 hefst víðavangshlaup ungu kynslóðarinnar, þar sem allir eru sigurvegarar. Skráning er við Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 12:45.

Hátíðardagskráin hefst með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Rex/Sumarlínu kl. 13:45. Gengið verður fylktu liði að hátíðarsvæðinu við Fram, þar sem gleðin verður við völd til kl. 16:30. Sjá nánar kort af hátíðarsvæði hér til hliðar.

Komdu og njóttu þjóðarhátíðardagsins á Fáskrúðsfirði. 

Næg bílastæði eru innan við Fram-húsið (vestan megin).

Áhugavert í grennd við hátíðarsvæðið

  • Frönsku húsin, Hafnargötu 9-14, hafa vakið heimsathygli fyrir menningarsögulegt gildi og vandaða enduruppbyggingu.
  • Safnið Frakkar á Íslandsmiðum, Hafnargötu 12, er einstakt í sinni röð. Aðgangur er ókeypis fyrir íbúa í Fjarðabyggð.
  • Norðurljósahús Íslands opnaði nýlega í Wathneshúsinu, sem er í næsta húsi við safnið, og hefur ekki síður vakið verðskuldaða athygli.
  • Í handverks- og sagnahúsinu Tanga, Hafnargötu 17, er Gallerí Kolfreyja til húsa, verslun handverksfólks á Fáskrúðsfirði.

Frítt í strætó

Frá Norðfirði
Nesbakkabúð      12:40
Verkmenntaskólinn      12:42
Miðstræti      12:44
Orkan      12:46
Frá Eskifirði
Valhöll       13:10
Shell      13:12
Sundlaug      13:14
Frá Reyðarfirði    
Austurvegur/Barkinn        13:26
Molinn        13:28
Orkuskálinn        13:30
Koma Fáskrúðsfjörður        13:45

Frá Stöðvarfirði
      
Brekkan        13:20
Koma Fáskrúðsfjörður        13:45

Ekið verður að Rex/Kaffi Sumarlínu frá Norðfirði um Eskifjörð og Reyðarfjörð annars vegar og frá Stöðvarfirði hins vegar. Komutími er kl. 13:45 og er þar tekið mið af skrúðgöngunni sem leggur um það leyti af stað. Gengið verður að hátíðarsvæðinu við Fram.

Brottfarartími er frá hátíðarsvæðinu við Fram kl. 16:30. Ekið verður sömu leið til baka með viðkomu á sömu stoppustöðum og á leiðinni til til Fáskrúðsfjarðar.