17. júní hátíðarhöld 2018

Klukkan 13:00 -17:00

11.06.2018

Njóttu þjóðhátíðardagsins í Breiðdal

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við UMF Hrafnkel Freysgoða. Glæsileg dagskrá fyrir fjölskylduna þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður uppá fríar rútuferðir til Breiðdalsvíkur.

Dagskrá:

09:00 – 12:00      Frítt í sund

09:30 – 11:00     Morgunganga um Breiðdalsvík

13:00                     Skrúðganga – Hestar leiða skrúðgöngu, andlitsmálning og fánar. Gengið frá Ásvegi við Hrauntún og niður að hátíðarsvæði við Lækjarkot.

14:00 – 17:00      Dagskrá á hátíðarsvæðinu við Lækjarkot

  • Ávarp fjallkonunnar.
  • Ávarp Páls Björgvins Guðmundssonar.
  • 17. júní hlaup.
  • Hoppukastalar, leikir og leiktæki.
  • Vatnsrennibraut í brekkunni við leikskólann Ástún.
  • Hjólaþrautabraut.
  • Frisbígolfvöllur – Keppt verður í frisbígolfmóti ef næg þátttaka fæst. Hægt að koma með sína eigin diska eða fá lánaða á staðnum.
  • Hestar teymdir undir börnin.
  • Sælgæti, blöðrur og candy floss til sölu.

Seldar verða veitingar á meðan dagskrá stendur.

18:00                     Grill – sameiginlegt grill, kjöt, pylsur, meðlæti og drykkir á 1500 kr.

19:00                     Rock the boat – Útitónleikar við gamla bátinn á Breiðdalsvík. Í ár munu þrjár hljómsveitir stíga á stokk: DDT Skordýraeitur og Aromat frá Neskaupstað og sjálfur Prins Póló. Von er á miklu stuði! Ókeypis aðgangur er á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir. Ef veðrið klikkar verða tónleikarnir færðir yfir í stóra frystihússalinn við Hótel Bláfell.

Frítt í strætó! Íbúar eru hvattir til að nýta sér fríar strætóferðir í Breiðdal á 17. Júní. Tímaáætlun verður sem hér segir.

Frá Norðfirði

Nesbakkabúð - Neskaupstað

10:40

Verkmenntaskólinn - Neskaupstað

10:42

Miðstræti - Neskaupstað

10:45

Orkan - Neskaupstað

10:48

Valhöll Eskifirði

11:10

Shell Eskifirði

11:12

Sundlaug Eskifirði

11:14

Austurvegur/Barkurinn Reyðarfirði

11:30

Molinn - Reyðarfirði

11:33

Orkuskálinn - Reyðarfirði

11:35

Við kirkjugarð á Fáskrúðsfirði

11:55

Skrúður - Fáskrúðsfirði

11:57

Búðavegur - Fáskrúðsfirði

12:05

Tjaldsvæðið Stöðvarfirði

12:25

Steinasafnið Stöðvarfirði

12:28

Breiðdalsvík

12:50

Brottfarartími frá hátíðarsvæðinu á Breiðdalsvík til Norðfjarðar er kl. 16:45. Ekið verður sömu leið til baka með viðkomu á sömu stoppustöðum og á leiðinni til Breiðdalsvíkur