19. júní í Fjarðabyggð

100 ára kosningarafmæli kvenna

Í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna, opnar sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ kl. 13:00 í Safnahúsinu Neskaupstað og kl. 15:00 í samkomuhúsinu á Stöðvarfirði.

Sýningin rekur í máli og myndum réttindabaráttuna, en yfirskriftin er tilvitnun í sigurræðu sem baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti á Austurvelli. Sýningin verður út sumarið í Safnahúsinu en lýkur 7. júlí í samkomuhúsinu á Stöðvarfirði.

Áfram stelpur - fögnum saman, er yfirskrift fagnaðar sem Alcoa Fjarðaál efnir til kl. 17:00 til 18:30 í matsal fyrirtækisins. Konum nær og fær á Austurlandi er boðið til gleðskaparins, en auk ljúfra veitinga og lifandi tónlistar fer Björk Jakobsdóttir með gamanmál og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flytur ávarp. Björk er jafnframt veislustjóri.

Fjarðabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum til hamingju með aldarafmæli kosningarréttar kvenna.


Á Austurvelli árið 1915.


Austfirskar konur um 1920.