Skíðamiðstöðin í Oddsskarði

20.-09.-2019

Nú eru góðir hlutir að gerast í Oddsskarði. Unnið er að landmótun í syðri æfingabakka og verður tekin neðri hlutinn alveg niður úr og væntanlega settar einhverjar snjósöfnunargirðingar og lýsing bætt á því svæði.Eitt lyftan varð fyrir skemmdum þegar verktaki á vegum Neyðarlínunnar plægði niður ljósleiðara ofan úr Goðatindi og að gamla gangnamunnanum. Þeir völdu að fara niður lyftusporið að hluta sem var þó búið að banna að fara þá leið. Einhvernveginn tókst þeim að flækja gröfun eða annað tæki í lyftuvírinn og andvægið í efri endanum( steypuhnallurinn sem heldur vírnum strekktum) fór uppí topp og þá slitnaði strekki vírinn og endahjólið á fullri ferð á mastrið í endastöðini. Vírinn útaf nánast alla leið. Taka þurfti niður brautina sem hjólið rennur eftir við strekkingu og hjólið og verið er að smíða nýja braut og gera við hjólið. svo skildu þeir eftir fullt af grjóti sem kom upp við plæginguna í og við lyftusporið. Vonum að lyftuvírinn sjálfur hafi sloppið.