Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði

Takk fyrir okkur!

Núna er komið að lokum hjá okkur í Oddsskarði þessa vertíðina og það má með sanni segja að þetta hafi verið viðburðaríkur vetur.
Allt frá snjóleysi yfir í of mikið af snjó á stuttum tíma með tilheyrandi afleiðingum.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar í vetur og munum við með kappi halda áfram að gera okkar besta að veita góða þjónustu og gera gott við skíðaparadísina okkar.

Starfsfólk skíðamiðstöðvarinnar.