Skíðamiðstöðin í Oddsskarði

13. des. 

 Við stefnum á að opna byrjendalyftu og 1 lyftu 26. des. annan í jólum. Sala vetrarkorta hefst um helgina í Skálanum og Olís Reyðarfirði, opið frá 13:00- 17:00 í skálanum og á sama tíma verður starfsmaður frá okkur í Olís á Reyðarfirði til að kenna starfsfólki þar á kerfið. Tilboð á kortum til miðnættis á Þorláksmessu.  Vetrarkort barna kr 10500 og fullorðinna 25.000. Sama verðskrá og í fyrra.  Ekki verður tekið á móti gjafabréfum frá Fjarðabyggð sem greiðslu fyrir vetrarkort.  Verið er að gera breytingar á sölukerfi okkar svo hægt verði að leggja inná reikning 1106-26-2570 kt. 570102 2570 og senda kvittun í tölvupósti á oddsskard@fjardabyggd.is  og senda einnig nöfn og kennitölur korthafa, síðan komið þið  við í miðasöluni næst þegar þið farið á skíði og fáið fyllt á kortið.

Kv. starfsfólk