Hernámsdagurinn Reyðarfirði

Hernámsdagurinn er á Reyðarfirði sunnudaginn 3. júlí. 

Þann 1. júlí árið 1940 bar breska herinn að landi í Reyðarfirði. Þorpið, sem taldi rétt rúmlega 300 íbúa á þessum tíma, var bókstaflega í hers höndum, en í jákvæðum skilningi þó. Í hönd fór tími framfara og atvinnuuppbyggingar með svipuðu móti og á höfuðborgarsvæðinu.

Á Hernámsdeginum er þessa viðburðar minnst með því að öllum gefst kostur á að skoða Íslenska stríðsárasafnið að kostnaðarlausu á opnunartíma frá 13:00 til 17:00 og njóta þess sem boðið er uppá.

Kl. 15:00, verður farið yfir hernámið á Reyðarfirði og fléttað inn samantekt atburða sem gerðust á Austurlandi á hernámsárunum. Einnig verður farið yfir sögu safnsins í stuttu máli og létt tónlist.

Kaka og drykkir í boði safnsins í tilefni dagsins.