Ein af þokumyndunum sem skreyta veggi samkomuhússins. (Ljósm. Hjördís Albertsdóttir)

Gestastofa Fjarðabyggðar

Velkomin í Gestastofu Fjarðabyggðar

Gestastofa Fjarðabyggðar starfar samhliða Salthússmarkaðnum í gamla samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Starfsmenn veita almennar upplýsingar til ferðamanna um Fjarðabyggð, s.s. um þjónustuaðila, náttúruna og helstu afþreyingu. Þá geta ferðamenn sótt sér upplýsingar á vefnum á stafrænum upplýsingastandi gestastofunnar.

Að Salthússmarkaðnum stendur handverkssamfélagið á Stöðvarfirði og er gestastofan staðsett á rúmgóðum og björtum stað inn af markaðnum. Glæsilegar ljósmyndir af austfirsku þokunni skreyta veggi samkomuhússins. Myndirnar gera kynngimagnaðri dúlúð og margbreytileika þokunnar skemmtilega skil.

Gestastofa Fjarðabyggðar er opin alla daga frá kl. 11:00 til 17:00 í júní, júlí og út ágústmánuð.

Upplýsingar

Heimilisfang Fjarðarbraut 43
Staður Salthússmarkaðnum í gamla samkomuhúsinu
Netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is
Sími +354 470 9000