Söluskáli SJ er vel staðsettur innarlega í bænum.
Stutt er frá tjaldsvæðinu á Fáskrúðsfirði í Söluskála SJ.
Vel útilátin píta.
Safaríkt snitsel.

Söluskáli SJ

Fjölbreyttur grillmatur, heimilismatur og rjómaís í eftirmat.

Í boði er fjölbreyttur matseðill af grilli þar sem grillað er á eldi. Einnig býðst staðgóður heimilismatur í hádeginu og rjómaís úr vél í boxum, brauðformum og shake.

Vegfarendum býðst margs konar þjónusta, s.s. eldsneyti og þvottaaðstaða. Fólk getur einnig fengið skipt um rafhlöður í armbandsúrum sínum á meðan það bíður.

Söluskáli SJ hefur frá upphafi verið rekin af Stefáni Jónssyni. 

Upplýsingar

Heimilisfang Búðarvegur 60
Staður 750 Fáskrúðsfjörður
Netfang soluskalisj@simnet.is
Sími +354 475 1490
Vefur Sjá vefsíðu