Afgreiðslan í Olís.
Veitingar eru bornar fram í björtum matsal.
Þjónustustöð Olís er staðsett innarlega í bænum skammt frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði.
Litríkt og freistandi frá Quisnoz.

Olís Reyðarfirði

Fjölbreytt og freistandi

Þjónustustöð Olís á Reyðarfirði veitir fjölbreytta þjónustu sem spannar allt frá dagvöru- og veitingasölu að smellugasi, bílavöru og eldsneyti. Þá er þvottaplan á staðnum, bílaryksuga, loft og gjaldfrjáls netaðgangur.

Í söluskála eru reiddar fram veitingar frá Quiznos Sub og Grill 66 ásamt kaffi og sætabrauði. Einnig er til sölu drykkir, sælgæti og ís.

Olís Reyðarfirði er innarlega í bænum, skammt frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði. Stöðin þjónustar losun fyrir húsbílaeigendur.

Upplýsingar

Heimilisfang Búðareyri 33
Staður 730 Reyðarfirði
Netfang reyben@olis.is
Sími +354 474 1147
Vefur Sjá vefsíðu