Uppdekkuð borð á bryggjunni við Randúlfssjóhús.
Stemmingin er öðruvísi og ómissandi.
Ótrúlegt hve matur bragðast betur í sólskininu.
Húsið var byggt um 1890 og var lengst af notað sem síldarsjóhús. Vel hefur tekist að varðveita gömlu sjóhúsastemninguna.

Randulffssjóhús

Ekta sjóhús með austfirskar krásir

Kappkostað er að bjóða aðallega upp á austfirskar krásir af matseðli s.s hreindýr, hákarl, harðfisk og ferskar fiskikrásir beit úr firðinum. Einnig er boðið upp á veislur og veitingar fyrir hópa. Salurinn tekur um 80 manns í sæti.

Á efri hæð hússins hefur varðveist verbúð síldarsjómannana í sinni upprunalegu mynd, þar sem gestum gefst tækifæri til að kynna sér aðstæður sjó- og verkamanna hér á árum áður.

Á góðviðris dögum er dekkað upp á fallegri bryggju, sem stendur við húsið og veitir glæsilegt útsýni yfir Eskifjörð. Á sumrin er einnig bátaleiga við Randúlffssjóhús. Upplagt er að róa út á fjörðinn og renna fyrir fiski. Ef vel liggur á kokknum má stundum semja við hann um matreiðslu á veiði dagsins.

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgata 96
Staður 735 Eskifjörður
Netfang mjoeyri@mjoeyri.is
Sími +354 477 1247
Vefur Sjá vefsíðu