Tærgesen og Blue Fox gegnu veigumiklum hlutverkum í Fortitude sjónvarpsþáttaröðinni sem tekin var upp að hluta á Reyðarfirði.
Tærgsen hamborgari
Lambafillé í dijon-sósú.
TFC - Tærgsen steiktur kjúklingur.

Tærgesen

Veitingar í einu elsta húsi Reyðarfjarðar

Tæregesen er fjölskyldurekinn gisti- og veitingastaður í næsta nágrenni hafnarinnar á Reyðarfirði. Hér má njóta góðra veitinga í einu elsta húsi bæjarins. Það var reist árið 1870 og fær upprunalegur byggingarstíll þess að njóta sín. Í boði er gott úrval veitinga, sem spannar allt frá árbít og hádegisverði að grillréttum og pizzum. Þá eru kjöt- og fiskréttir á kvöldréttarmatseðli staðarins í bland við fjölbreyttan grillmat. Barnamatseðill er einnig í boði.

Í næsta húsi við Tærgesen er Kaffi Kósí, kaffihúsi og bar. Staðurinn er þó yfirleitt nefndur Blue Fox, eftir samnefndum stað í Fortitude sjónvarpsþáttaröðinni sem tekin var upp að hluta til á Reyðarfirði. Byggingin var einmitt notuð sem sviðsmynd í þátttaröðinni ásamt öðrum húsum þarna um kring og er Blue Fox ljósskiltið það sama og notað var í tökum. 

Upplýsingar

Heimilisfang Búðargötu 4
Staður Reyðarfjörður
Netfang taergesen@gmail.com
Sími +354 470 5555
Vefur Sjá vefsíðu