Að mála eins og Tryggvi - Myndlistarsmiðja fyrir börn

23.09.2023 - 23.09.2023

Klukkan 10:00 -12:00

16.09.2023
Menningarstofa og Tryggvasafn bjóða upp á myndlistarsmiðju fyrir yngri kynslóðina og foreldra í Tryggvasafni laugardagsmorguninn 23. september.
Fjölskyldustund þar sem börnum býðst að mála myndir og form í anda Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns frá Norðfirði.
Á staðnum verður málning og penslar. Bara mæta með góða skapið.
Tryggvasafni verður einnig opið gestum á meðan og öll velkomin að sjá glæsilega sumarsýningu ársins sem enn hangir uppi.

BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi er hafin í sjötta sinn. Hátíðin vex og þróast í krafti samstarfs fjölmargra ólíkra aðila sem allir hafa það að markmiði að efla barnamenningu á Austurlandi.
Þema ársins 2023 er hringurinn og nafn hátíðarinnar „Hringavitleysa“. Hringurinn, sem form, hefur hvorki upphaf né endi, allt fer í hringi, við fæðumst lifum og deyjum. Tíska, listir, jörðin, sólin og tunglið, hringrásarhagkerfi og svo margt fleira – fer í hringi og/eða hafa lögun hringsins. Nafnið er tilkomið af því að við ætlum að sletta ærlega úr klaufunum, hafa gleðina, sköpunarkraftinn og lífsviljann að vopni.
Nú sem áður er BRAS unnið í frábæru samstarfi við menningarmiðstöðvarnar þrjár á Austurlandi, sveitarfélög, skóla, stofnanir, austfirskt listafólk og List fyrir alla. Við hlökkum til að vera með ykkur í haust þar sem gleðin, hið óvænta og hversdagslega verða í fyrirrúmi.