Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

20.07.2021 - 25.07.2021

13.07.2021

Bæjarhátíðin Franskir dagar verður haldin á Fáskrúðsfirði dagana 20. - 25. júlí. Hátíðin fagnar 25 ára afmæli sínu ár og af því tilefni er blásið til veglegrar dagskrár þar sem allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þriðjudagur 20. júlí
18:00 Ganga í aðdraganda Franskra daga
Göngufélag Suðurfjarða býður upp á skemmtilega göngu og er um að gera að slást með í för. Genginn verður slóðinn upp á Engihjalla og er mæting við grunnskólann.
Miðvikudagur 21. júlí
20:30 Þjófstart Franskra daga í boði Gull léttöl
Pöbbkviss í Skrúð. Spyrill og spurningahöfundur er Hjálmar Örn og er aldrei að vita hvaða vitleysu honum dettur í hug. Mætir hvítvínskonan?
Fimmtudagur 22. júlí:
16:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Hægt að fá hjólin ferjuð og verður farið frá grunni Franska spítalans kl. 15:40. Allir keppendur verða að vera með hjálm.
19:00 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Kenderísgangan er fyrir löngu orðin einn stærsti viðburður hátíðarinnar og eru allir velkomnir. Í göngunni er farið um bæinn og verður ýmislegt á boðstólnum. Mæting við íþróttahúsið.
21:00 Tónleikar með Stebba og Eyfa í Skrúð
Þá Stebba og Eyfa þarf vart að kynna og munu þeir félagar leiða saman hesta sína eins og þeim einum er lagið. Í Skrúð mun óma söngur í bland við skemmtilegar sögur frá ferlinum. 18 ára aldurstakmark og 3.500 kr inn. Miðasala á www.tix.is og við hurð. Húsið opnar kl. 21.00.
Föstudagur 23. júlí:
16:00 Dorgveiðikeppni
Mæting á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið eftir björgunarvestum.
18:00 Kirkjutónleikar með KK
Þessi stórbrotni tónlistarmaður mun sýna listir sýnar eins og honum einum er lagið með lögum og sögum í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Aðgangseyrir aðeins 2.500 kr og verður selt inn við hurð.
21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund
Stórglæsilegir tónleikar sem enda á varðeld og fjöldasöng. Fram koma:
Matti Matt með fjöldasöng
Bríet
KK
og Lalli töframaður
Kynnar verða frændurnir Daníel Geir Moritz og Hafþór Eide Hafþórsson
23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp glæsilegri flugeldasýningu og verður hún af stærri gerðinni vegna 25 ára afmælis Franskra daga.
23:59 – 03:00 Skrúðsgleði
Matti verður í roknastuði og flytur lög sem fólk langar að dansa við eða syngja með.
18 ára aldurstakmark. Frítt inn í boði Loðnuvinnslunar.
Laugardagur 24. Júlí
10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við Skólamiðstöðina og hlaupið að minnisvarða um Berg, við Búðaveg 36.
12:00 Helgistund í Frönsku kapellunni
Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.
13:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum
Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. Lifandi tónlistarflutningur.
Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.
12:30 Blöðrudýrakennsla Lalla töframanns í boði Landsbankans
Lalli töframaður mun kenna krökkum að búa til alls kyns kvikindi og fígúrur úr blöðrum. Kennslan fer fram á hátíðarsvæði á Skólavegi eða í Skrúð.
13:30 Búningahlaup Latabæjar
Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og er ætlast til að þátttakendur mæti í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning að hlaupi loknu frá Eyjabita.
14:00 Hátíð í bæ
Stórglæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem fram fer á Skólavegi. Fram koma:
Íþróttaálfurinn og Solla stirða í boði Sparisjóðs Austurlands
Leikhópurinn Lotta
BMX Brós
Birnir
Veislustjóri verður Lalli töframaður
Að auki verða hoppukastalar og hægt að spreita sig í kassaklifri.
Í Skrúð verður vöfflusala og markaður. Skráning á markað hjá Ingigerði í s. 8466193.
17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque
Spilað er á sparkvelli við Skólamiðstöðina, skráning á staðnum.
Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.
20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Birni og Albatross
Fjarðaball í Skrúð fyrir ungmenni fædd 2003 – 2007 með þessum glæsilegu listamönnum. Starfsfólk úr félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð verður á staðnum. Verð: 1.500 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann.
Rúta frá Neskaupstað leggur af stað frá Verkmenntaskólanum kl. 19.30 og tekur upp farþega á Shell á Eskifirði og Olís Reyðarfirði. Verð í rútu er 1.500 kr.
23:59 – 04:00 Stórdansleikur Franskra daga
Albatross leikur fyrir dansi á þessum glæsilega dansleik í Skrúð.
Aldurstakmark er 18 ára og verð 3.000 kr. Miðasala á www.tix.is og við hurð.
Sunnudagur 25. júlí
12:00 Í kósýstuði með Guði
Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju með léttri tónlist, söng og hugleiðingu. Tilvalið að hittast, þakka fyrir góða helgi og njóta samverunnar.
13:30 Fjölskyldustund á Búðagrund
Froðurennibraut, hoppukastali og Nerf stríð verður á staðnum.
Frisbígolfmót - skráning á staðnum. Keppendur koma með sína eigin diska.
16:00 Félagsvist í Glaðheimum.
Síðast en ekki síst spilum við félagsvist. Færð þú bara slagi í nóló? 500 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því.
Frá fim - sun milli 11-17 verður Barbara með myndlistasýningu í Tanga.
Eftirfarandi aðilar gera okkur kleift að halda Franska daga:
LVF, KFFB, Sparisjóður Austurlands, Gull, Kjörbúðin, Eskja, Landsbankinn, TM, Ice Fish Farm, Fjarðabyggð, AFL, Síldarvinnslan, Orkusalan, Veiðiflugan, Fjarðabyggðarhafnir, Strákarnir okkar, Hampiðjan, Keðjuverkun, Launafl, Sumarlína, Loppa, Íslandsbanki, Tanni-Travel, Mannvit, Terra, Sundlaugar Fjarðabyggðar, ÍS-Travel, Eyjabiti, Nói Síríus.