Krummi í Beituskúrnum

13.06.2021

Klukkan 20:30

02.06.2021

Krummi Björgvinsson leggur land undir fót í júní og heimsækir Beituskúrinn á Neskaupstað sunnudagskvöldið 13.júní nk. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Krumma, Á VEGUM ÚTI, sem fram fer dagana 10. - 15.júní ni. en ásamt Krumma eru það þeir Bjarni M. Sigurðarson og Daníel Hjàlmtýsson sem einnig koma fram.

Krumma þarf vart að kynna en í fljótu bragði má nefna hljómsveitirnar Mínus, Legend, Esja og Döpur en undanfarin ár hefur Krummi unnið að sinni fyrstu sólóplötu og færst nær þjóðlagatónlist og kántrý í sinni sköpun. Þá hafa smáskífur hans Stories To Tell, Frozen Teardrops og ábreiðan
Vetrarsól gert það ákaflega gott síðustu misseri.
Af því tilefni mun Krummi í samstarfi við Alda Music gefa út þröngskífuna; SINGLES í afar takmörkuðu upplagi á vínyl þann í byrjun Júní og verða þau eintök sem eftir standa seld á tónleikunum ásamt öðrum varningi. Platan inniheldur áðurnefndar smáskífur auk nýjustu smáskífu Krumma, Naglar og salt en lagið er hjartnæm ábreiða af lagi Utah Phillips, Rock, Salt & Nails sem fyrst kom út árið 1961 í flutningi Rosalie Sorrels.
Daníel Hjálmtýsson hefur vakið athygli bæði hér á landi og utan landsteinanna fyrir eigin útgáfur og verk undanfarin ár. Hafa þeir Krummi og Bjarni þá komið saman við sérstök tilefni og flutt ábreiður af mörgum af sínum uppáhaldslögum við góðar undirtektir. Mun Daníel sjá um upphitun auk þess sem talið verður í eitthvað uppáhalds.
Það má búast við lágstemmdri og þægilegri stemmingu þar sem rólyndið svífur yfir vötnum.
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Tónleikarnir eru í boði SÚN, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Beituskúrsins, Hildibrand og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
Tónlist