Misplaced Gaze

Klukkan 16:00

03.03.2022

Farandsýningin -Misplaced Gaze- opnar hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar í Þórsmörk 25. mars kl. 16:00. Athugið að sýningin verður aðeins opin í Neskaupstað þessa einu helgi og svo til og með 29. mars áður en hún flakkar á Seyðisfjörð.

Listamennirnir Juanjo Ivaldi Zaldivar og Tessa Rivarola eru frá Paragvæ en eru nú búsett á Seyðisfirð. Saman sýna þau ljósmyndir og ljóð en sýningin byggist á reynslu þeirra frá því að flytja úr suðrænu fjölmennu landi í einangrað fámenni í mikilli nánd við óútreiknanlega náttúruna. Í verkum sínum velta þau fyrir sér landslagi og umhverfi ásamt því að vekja athygli þeim breytingum á náttúrunni rekja má til hnattrænnar hlýnunar.
Föstudaginn 25. mars verður einnig opin vinnusmiðja þar sem ungu fólk gefst kostur á að vinna myndir og texta í samvinnu við Tessu og Juanjo. Vinnusmiðjan er opin frá kl. 13 til 15.
Léttar veitingar verða á boðstólnum við opnunina sem hefst kl 16:00 og að opnuninni lokinni býður Hildibrand upp á S-Ameríska stemningu.
Enginn aðgangseyrir.