Tónlistarhátíðin Austur í rassgati

09.09.2023 - 09.09.2023

Klukkan 20:00

05.09.2023

Tónlistarhátíðin Austur í rassgati er haldin í fjórða skiptið í ár í okkar frábæra félagsheimili Egilsbúð. Hátíðin verður glæsilegri með hverju árinu og nú verða tónlistaratriðin fimm og hvert öðru meira spennandi.

Fram koma:
Una Torfa
Sárasótt
DDT skordýraeitur
Dusilmenni
Ína Berglind
Húsið opnar klukkan 20:00 og miðasala verður á tix.is og við hurð. Miðinn kostar hóflegar 4.000kr.
Una Torfa
Unu Torfa þarf ekki að kynna frekar. Hún er ein skærasta stjarna okkar í dag, hefur raðað lögum inn á vinsældarlista hér og þar og er í alla staði frábær tónlistarkona. Hún hefur gefið út eina stuttskífu sem ber titilinn Flækt og týnd og einmana árið 2022 sem sló svo sannarlega í gegn.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Una kemur fram á Austur í rassgati en hún mun koma fram ásamt hljómsveit en með henni verða Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommum og Tumi Torfason á bassa.
Dusilmenni
Dusilmenni er norðfirsk hljómsveit sem skipuð er ungum drengjum á framhaldsskólaaldri. Þeir skilgerina sig sem pönkhljómsveit sem spila verulega rokkað pönk. Þeir hafa áður komið fram á Austur í rassgati en það var í fyrra og vöktu mikla athygli og almenna gleði viðstaddra. Dusilmenni hafa komið vítt og breitt um landið m.a. spilað á þungarokkshátíðinni Eistnaflug auk þess sem sveitin fór alla leið í úrslit múskítilrauna 2022.
Dusilmenni skipa þeir, Jakob Kristjánsson á bassa, Skúli Þór Ingvarsson – söngur, Benedikt Arnfinnsson á gítar og Hlynur Fannar Stefánsson á trommur.
Ína Berglind Guðmundsdóttir
Ína er ung og upprennandi tónlistarkona frá Egilsstöðum. Hún er sigurvegari í söngvakeppni félgasmiðstöðva, Samfés árið 2023. Ína hefur verið að semja tónlist og til að mynda þá vann hún keppnina með frumsömdu lagi sem heitir Tilgangslausar setningar. Ína er yngst allra sem koma frá á hátíðinni í ár en þetta er í fyrsta skiptið sem hún kemur fram á Austur í rassgati. Það verður áhugavert að sjá hvað hún ætlar að bjóða gestum okkar uppá í Egilsbúð á laugardaginn.
Sárasótt
Pönksveitin Sárasótt kemur frá Stöðvarfirði og spilar háa tónlist um allt frá samkynhneigð eins og þeir skilgreina sig. Sárasótt hefur gefið út tvær plötur, smáskífuna Jól, Jól, Helvítis Jól árið 2017 en á henni er að finna aðeins eitt lag sem er sjálft titillagið. Árið 2019 gaf sveitin svo út suttskífuna Byrjun að endi sem inniheldur 5 lög. Þar má finna þeirra vinsælasta lag Silungar í polli ásamt fleiri frábærum lögum.
Sveitin hefur komið víða fram m.a. á Norðanpönki og Eistnaflugi og að sjálfsögðu hefur hún komið oftar ein einu sinni fram á Austur í rassgati.
Sveitina skipa þeir Þórir Snær Sigurðsson á söng, Jónatan Emil Sigþórsson á trommur, Svavar Þór Jakobsson á gítar, Eina Valdimarsson á gítar og Vinny Wood á bassa.
DDT skordýraeitur
Norðfirsk pönksveit sem skipuð er köllum á framhaldsskólakennaraaldri. Bandið er skipað eingöngu kennurum úr Verkmenntaskóla Austurlands og því er meðalaldurinn nokkuð hár og tónlistin eftir því. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur. Smáskífan Aleppo kom út árið 2017, svo kom út platan Brennivín og berjasaft árið 2019 sem inniheldur lög eins og Sveinn Andri, Götubarn, Meiri bjór og að sjálfsögðu hið stórkostlega lag Paranoia.
Sveitin hefur spilað hér og þar þó aðallega á austurlandi en hefur einnig gert víreisn um landið og spilað á Eyrarrokki á Akureyri, Eistnaflugi, Gauknum og síðast en ekki síst í Þýskalandi.
Sveitina skipa þeir, Arnar Guðmundsson á gítar og söng, Þorvarður sigurbjörnsson á bassa og söng, Hjálmar Wais Joensen á trommur og söng og Pjetur St. Arason á gítar og söng.